Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2012 10:01

Þjóðbúningadagur í Norska húsinu

Laugardaginn 7. júlí síðastliðinn var þjóðbúningadagurinn haldinn hátíðlegur í Norska húsinu í Stykkishólmi, sem einnig er byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Þjóbúningadagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2005 og var þetta því í áttunda sinn. Kvenfélagið Hringurinn bauð þeim sem mættu í þjóðbúningum upp á pönnukökur og kaffi í samstarfi við safnið. Ekki er það algegnt að boðið sé upp á mat og drykk í söfnum en með góðri samvinnu og varúð getur það gengið. Um 40 manns á aldrinum 6-86 ára mættu í þjóðbúningum sínum. Margar konur höfðu saumað sinn búning og einnig á fjölskyldumeðlimi. Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, og Örn Magnússon sáu um tónlistarflutning fyrir gesti.

 

 

 

 

Markmiðið með deginum er að viðhalda og kynna safngestum íslenska þjóðbúninga í einstöku 19. aldar umhverfi. Í ár var nýleg heimasíða www.buningurinn.is kynnt, en þjóðbúningaráð lét gera heimasíðuna. Safnið í Norska húsinu er opið alla daga frá kl. 12 til 17 allt fram til 30. ágúst og hægt er að sjá myndir frá viðburðinum á heimasíðu Norska hússins og á Facebooksíðu safnsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is