Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2012 12:01

Nýir eigendur Átaks í Stykkishólmi

Þau Gísli Pálsson uppalinn hólmari og Sigríður Bjarney Guðnadóttir kona hans hafa keypt líkamsræktarstöðina Átak í Stykkishólmi. Þau eru bæði íþróttafræðingar að mennt og tóku við Átaki um síðastliðin mánaðarmót. „Við ætluðum að prófa að búa úti í Bandaríkjunum í eitt ár, áður en okkur bauðst þetta tækifæri. Ég var í tveggja ára mastersnámi í íþróttafræði og nemendum stendur til boða að sækja um eins árs atvinnuleyfi eftir útskrift. Við ætluðum að nýta það, en stukkum frekar á þetta tækifæri,“ segir Gísli.

 

 

 

„Það verða engar stórar breytingar í sumar. Í ágúst ætlum við að svo að bjóða upp á Tabata námskeið og síðan um mánaðarmótin ágúst – september förum við á fullt í námskeiðin. Við erum líka að hugsa um að bjóða upp á Crossfit hópa, svona 2-6 manneskjur en við erum ekki með nógu stóran sal til að halda Crossfit námskeið fyrir stærri hópa en það,“ segir Gísli. Hann segir einnig að Hólmarar séu mjög duglegir að hreyfa sig og má það þakka fyrri eigendum líkamsræktarstöðvarinnar að hluta til sem hafa staðið sig vel í kynningu og markaðssetningu: „Ákveðin vakning hefur verið í bænum seinasta áratug og eru Hólmarar farnir að hreyfa sig mun meira. Við erum að taka við mjög góðu búi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is