Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2012 10:40

Viðbótardagur til strandveiða í ágúst

Í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu segir að þeir sem ekki nýttu sér aukadaginn í gær muni fá aukadag í ágúst í staðinn. Aukadagurinn í gær kom til vegna þess að auglýsing um ætlaða stöðvun veiða á svæði-A í gær birtist ekki á vefsíðu Stjórnartíðinda með réttum hætti. Vegna þess gaf ráðuneytið út nýja auglýsingu rétt fyrir klukkan tíu í gærmorgun um að veiðar yrðu stöðvaðar í dag, 11. júlí, og sjómönnum væri því heimilt að fara á strandveiði í gær. Glögglega sést á tölum um sjósókn og sjókortum að sjómenn á A-svæði streymdu á sjó eftir að tíðindin urðu á allra vitorði. Þó er fullvíst að margir gátu ekki nýtt sér tækifærið.

Í fréttatilkynningunni segir að til að koma til móts við þá aðila sem töldu að strandveiðar væru óheimilar í gær og réru þar af leiðandi ekki, hafi verið ákveðið að þeir fái viðbótardag til strandveiða í ágústmánuði. Skilyrði þess að fá þennan viðbótardag sé að viðkomandi hafi verið á strandveiðum í júlí, en eins og áður sagði, ekki róið í gær. Einnig segir í tilkynningunni að þeim sem héldu til veiða á aukadeginum í júlí hafi verið heimilt að ljúka 14 tíma veiðiferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is