Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júlí. 2012 12:31

Bátadagar í Stykkishólmi

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar hélt um síðastliðna helgi siglingu súðbirtra trébáta um Breiðafjörð. Þetta var í fimmta sinn sem slík bátahátíð er haldin og að þessu sinni var siglt frá Stykkishólmi um suðureyjar. Alls tóku 57 manns þátt að þessu sinni á fjórtán bátum. Flestir bátanna voru svokallaðir Breiðfirðingar en einnig var siglt á tveimur Færeyingum. Lagt var af stað um tíu leytið og komið aftur í land um fimm leytið. Þannig að siglingin tók um sjö tíma. Farið var í land í Rifgirðingum og Brokey og þær skoðaðar í fylgd heimamanna. Einnig voru straumar skoðaðir, þar á meðal Brattistraumur og margt annað. Blaðamaður Skessuhorns fór og tók nokkrar myndir af bátunum sigla úr höfn í Stykkishólmi. Þeir bátar sem siglt var á heita: Baldur, Bjargfýlingur, Bjartmar, Björg, Björk, Freydís, Gustur, Heppinn, Hornið, Hringur, Ólafur, Óli Sófus, Skrítla og Þytur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is