Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2012 09:01

Mikil afþreying í boði

Einar Karlsson og Pálína Guðný Þorvarðardóttir eru búsett í Stykkishólmi. Einar er Hólmari í húð og hár, ættaður úr Purkey í föðurættina og einn þriggja systkina. Pálína er fædd og uppalin í Flatey. Þau eiga tvö börn, þrjú barnabörn og fimm barnabarnabörn. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til þeirra hjóna og ræddi við þau.

„Ég átti tvö systkini og við áttum heima og ólumst upp niðri við höfn í Stykkishólmi. Það var mikið barnasvæði þegar ég var krakki. Við kölluðum þetta alltaf vesturbæinn í gamla daga,“ segir Einar. „Þegar hann hittir mann sem var nágranni hans í þá daga, heilsar hann Einari alltaf sem vesturbæingi,“ segir Pálína. Um hennar uppruna segir Pálína: „Ég er ein sjö systkina, sem fæddust flest í húsinu okkar í Flatey sem við eigum enn. Hann er orðinn frekar stór ættboginn okkar, eða um 150 manns. Í Flatey var nóg að bíta og brenna fyrir alla. Við krakkarnir fórum í boltaleiki á sumrin þá var fullorðna fólkið oft með, einnig var farið að sulla og synda í sjónum, en á veturna var skautað á mýrinni, leikið í snjónum farið í feluleiki og fleira.“

 

Nánar er rætt við hjónin Einar Karlsson og Pálínu Guðný Þorvarðardóttur í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is