11. júlí. 2012 03:43
Þessi grútarblauti fálki fannst í Melasveit í Hvalfjarðarsveit í gær. Stefán Þorsteinsson, sumarbústaðareigandi á svæðinu, kom auga á fálkann í vegarkantinum og náði að klófesta hann með því að henda yfir hann peysu. Þrátt fyrir nokkur bit og klór gekk vel að fanga fálkann og var hann sóttur af Náttúrufræðistofnun Íslands sem fór með hann í Húsdýragarðinn. Þar var hann þveginn og verður hann hafður þar í endurhæfingu þar til hann hefur jafnað sig. Fálkinn var merktur og gaf merkingin til kynna að fuglinn var kominn ansi langt frá heimkynnum sínum. Meðfylgjandi mynd tók Rósa Gunnarsdóttir þegar búið var að fanga fuglinn.