Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2012 07:01

Eldur slökktur í sumarbústaðhverfi í landi Stóra-Fjalls – óyggjandi grunur um íkveikju

Tilkynnt var um eld í sumarbústaðahverfi í landi Stóra-Fjalls í Borgarbyggð um kl. 16:30 í dag. Slökkvilið Borgarbyggðar var ræst út og kom á vettvang eldsins um kl. 17:00. Þegar slökkvilið bar að garði logaði eldur í trjálundi sem nokkurn reyk lagði af. Slökkvistarf tókst vel og lauk því um kl. 18:00. Aðspurður um eldsupptök sagði Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar að óyggjandi grunur liggi á íkveikju. Af aðstæðum að dæma þá virðist einhver hafa verið að brenna gras meðfram heimreið að sumarbústað einum sem umvafinn er þéttum trjágróðri. Gasbrennari virðist hafa verið notaður til verksins og hafi eldurinn borist í trjálundinn af þeim völdum og þar magnast. Enginn var á staðnum þegar slökkviliðið mætti á vettvang og var sumarbústaðurinn við lundinn sem brann mannlaus. Það voru íbúar í nærliggjandi bústöðum sem tilkynntu Neyðarlínunni um eldinn. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Bjarni vildi koma því sterklega á framfæri að fólk verði að taka alvarlega þær hættur sem felast í því að nota eld í náttúrunni, sérstaklega í jafn mikilli þurrkatíð og nú er. Minnstu munaði að stórtjón yrð í brunanum síðdegis, bæði á landi, skógrækt og húseignum. Foreldrar ættu einnig að huga að því ræða þessa hluti við börn sín og önnur ungmenni til að gera þeim grein fyrir þeim hættum sem fylgja notkun elds.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is