Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2012 08:02

„Pabbi er dáinn“ á ferð um Vesturland í næstu viku

Á mánudaginn kemur munu nemarnir Sir Daily Snow og Magnús Þór Ólafsson leggja af stað hringinn í kringum landið með frumsaminn einleik sem nefnist 'Pabbi er dáinn'. Magnús Þór er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið og leikur á klassískan gítar við leikverkið sem Sir Daily bæði skrifaði og túlkar. Félagarnir verða á Landnámssetrinu í Borgarnesi mánudaginn 16. júlí, í Gömlu Kirkjunni í Stykkishólmi þriðjudaginn 17. júlí og í Leifsbúð í Búðardal fimmtudaginn 19. júlí. Frítt verður inn á flestar sýningarnar en fólki gefst þó kostur á að borga í hattinn eftir sýningu.

'Pabbi er dáinn' fjallar um hinn 26 ára gamla Kára sem heimsækir leiði föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann í fyrsta skipti í 20 ár - og nú sem fullorðinn maður. Síðan pabbi Kára fór frá honum þegar hann var einungis sex ára gamall hafa ýmsar spurningar brunnið á Kára og hefur hann beðið eftir þeirri stund að geta talað við pabba sinn aftur, en reiknaði aldrei með því að gera það yfir honum látnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is