Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2012 12:01

Þorskskvótinn eykst um 18 þúsund tonn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út heildaraflamark sitt fyrir komandi fiskveiðiár 2012/2013. Ákvörðun ráðherra byggir á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar og fylgir henni að miklu leyti. Segir í fréttatilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu að þar sé gert ráð fyrir nálægt tíu milljarða verðmætaaukningu á næsta fiskveiðiári.

Heildaraflamark þorsks verður 195.400 tonn sem er aukning um rúm 18 þúsund tonn frá síðasta fiskveiðiári, en þó 600 tonnum minna en Hafró lagði til. Það er vegna þess að í fyrsta sinn er tekið tillit til veiða útlendinga á þorski, löngu og keilu. Aflamark á ýsu lækkar um níu þúsund tonn vegna nýliðunarbrests undanfarinna ára. Nú verður leyfilegt að veiða 36 þúsund tonn af ýsu en fiskveiðiárið 2006/2007 var heildaraflamark ýsu 105 þúsund tonn. Aflamark steinbíts lækkar um 2.000 tonn milli ára og er nú 8.500 tonn og talið er að ástand stofnsins sé ekki gott. Nýliðun skötuselstofnsins mældist slæm og aflamark skötusels 1.800 tonn á næsta fiskveiðiári.

 

 

 

 

Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að ástand helstu nytjastofna Íslendinga sé gott og betra en hjá mörgum þjóðum. „Ástand þorsksstofnsins, sem er okkar mikilvægasti stofn, fer mjög batnandi. Aflaregla sú er sett var fyrir nokkrum árum er að skila miklum árangri í uppbyggingu stofnsins. Sá árangur er að skila þjóðinni auknum verðmætum sem talin eru í milljörðum. Þess má geta að ákvörðun aflamarks í þorski nú, tæp 200 þúsund tonn, er tæpum 70 þúsund tonnum meira en þegar minnst var 2007/2008,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Heildaraflamark allra tegunda 2012/2013 er eins og segir: Þorskur 195.400 tonn, gullkarfi 45.000 tonn, djúpkarfi 10.000 tonn, ýsa 36.000 tonn, ufsi 50.000 tonn, grálúða 14.700 tonn, steinbítur 8.500, skrápflúra 200 tonn, skarkoli 6.500 tonn, sandkoli 800 tonn, keila 6.400 tonn, langa 11.500 tonn, þykkvalúra 1.400 tonn, skötuselur 1.800 tonn, langlúra 1.100 tonn, humar 1.900 tonn og íslensk sumargotsíld 64.000 tonn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is