Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2012 06:31

Þjónusta vegna talningu myntar mismunandi hjá bönkunum

Skessuhorni barst ábending á dögunum þess efnis að einn af viðskiptabönkunum á Vesturlandi rukkaði sérstakt gjald fyrir talningu á mynt, sem viðskiptavinur einn hugðist fá skipt í seðla. Eftir því sem best er vitað var slík þjónusta gjaldfrjáls fyrir nokkrum árum hjá bönkum og sparisjóðum og því kom þetta viðkomandi einstaklingi á óvart. Blaðamaður Skessuhorns fór því á stúfana og kannaði hvernig landið lægi í þessari þjónustu hjá íslensku viðskiptabönkunum þremur sem starfrækja útibú á Vesturlandi.

 

 

 

 

Samkvæmt upplýsingum úr verðskrá bankanna þriggja og finna má á heimasíðu bankanna þá er gjaldtaka vegna talningar mismunandi. Landsbankinn hefur þá stefnu að rukka ekki fyrir minni innlegg viðskiptavina í mynt sem telja þarf og eru lögð inn á reikning í bankanum. Aftur á móti rukkar Landsbankinn 3% af upphæð í mynt sem talin er sé hún lögð inn á reikning í öðrum banka eða greidd út í seðlum. Landsbankinn tekur loks ekkert gjald fyrir talningu úr sparibaukum barna.

Hjá Arion banka er ekki tekið gjald fyrir talningu myntar sé viðskiptavinur í reikningsviðskiptum af einhverju tagi við hann. Fyrir þá sem ekki eru í reikningsviðskiptum er talningargjald 900 kr. ef upphæð myntar sem telja skal er undir 30.000 kr. Sé hún yfir 30.000 kr. er talningargjaldið 1.990 kr.

Íslandsbanki rukkar að jafnaði ekki fyrir talningu á mynt. Gildir það fyrir alla viðskiptavini bankans, jafnt fyrir þá sem eru í reikningsviðskiptum og þá sem eiga ekki reikning í bankanum. Íslandsbanki áskilur sér þó rétt að rukka fyrir talningu myntar ef um mjög mikið af mynt er að ræða og er þá rukkað samkvæmt útseldum taxta, 5.000 kr. á klukkustund.

Allir bankarnir þrír hafa á sínum snærum sérstakar skiptivélar í nokkrum af útibúum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eru engar slíkar vélar í útibúum bankanna á landsbyggðinni. Í vélunum getur hver sem látið telja mynt sína og skipt í seðla eftir þörfum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is