Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2012 08:01

Yndisgarður í uppbyggingu á Hvanneyri

Á Hvanneyri er í uppbyggingu skrúðgarður nokkur sem nefndur hefur verið Yndisgarður. Garðurinn er í dalverpi fyrir neðan Tungutún, austan við rannsóknarhús Landbúnaðarháskóla Íslands. Uppbygging garðsins er tilkomin vegna samstarfsverkefnisins Yndisgróðurs. Aðilar að verkefninu eru LbhÍ, Félag garðplöntuframleiðenda, Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá. Markmið verkefnisins er að skilgreina, flokka, rannsaka og miðla upplýsingum um garða- og landslagsplöntur á norðlægum slóðum. Í Yndisgarðinum á Hvanneyri mun ógrynni af plöntum verða gróðursett og þannig varðveitt en líta má á garðinn sem vettvang söfnunar tegunda og klóna af garðplöntum. Þá kemur garðurinn til með að nýtast í kennslu og rannsóknum hjá LbhÍ. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Landbúnaðarráðuneytinu og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

 

 

 

 

Fjöldi plantna gróðursettar í sumar

Hvanneyri er ekki eini staðurinn á landinu þar sem verið er að byggja upp Yndisgarð. Einnig fer uppbygging fram að Reykjum í Ölfusi, Blönduósi, Sandgerði, Fossvogi og í Laugardal í Reykjavík. Að sögn Kára Aðalsteinssonar garðyrkjustjóra LbhÍ og verkstjóra Yndisgarðsins á Hvanneyri hófst gróðursetning í garðinum síðasta sumar. Áfram var haldið í vor og í sumar og hafa nú um 200 plöntur verið gróðursettar. Þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við Kára á fimmtudaginn var vinnuflokkur hans að vinna við þökulagningu í garðinum og almenna snyrtingu umhverfis gróðurbeð. Kári segir að unnið verði áfram að gróðursetningu út sumarið en garðurinn komi til með að vera fullmótaður í haust.

 

Alþjóðlegt verkefni

Auk þess að vera innlent samstarfsverkefni er verkefnið er einnig tengt alþjóðlega verkefninu „New Plants for the Northern Periphery“ (NPNP) sem rekið er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. NPNP miðar að því að rannsaka harðgerðar og verðmætar plöntur til notkunar á norðurslóð með mögulega markaðssetningu þeirra í huga. Því eru hér um athyglisverða tilraunastarfsemi að ræða.Tengsl Yndisgróðurs verkefnisins við NPNP tryggir líftíma þess fram til júníloka á næsta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is