Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2012 08:01

Hafró óskar eftir hjálp

Hafrannsóknarstofnun Íslands hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni, þar sem leitast er eftir því að almenningur hjálpi stofnuninni við að kortleggja dreifingu makríls við landið. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um göngur makrílsins eru beðnir um að hafa samband við Hafró.

„Í ár virðist makríll hafa gengið nokkuð snemma upp að landinu, en þó með töluvert öðru móti en síðustu ár. Svo virðist sem fyrstu göngurnar hafi farið sunnar en venjan hefur verið og varð þeirra fyrst vart djúpt suðvestur og vestur af landinu. Nú hefur makríls orðið vart víða við landið. Til þess að fá sem gleggsta mynd af dreifingu makríls við landið óskar Hafrannsóknarstofnunin eftir því að sjómenn og allir þeir sem upplýsingar geta veitt um makrílgöngur, þ.m.t. sjóstangaveiðimenn á grunnslóð hafi samband við stofnunina í síma 575-2000.

Bent er einnig á vefsíðuna www.hafro.is (fyrirspurnir og ábendingar) þar sem hægt er að skrá skilaboð. Einnig er akkur í að fá fryst makrílsýni svo fylgjast megi með fæðu makríls við landið fram á haust. Sýni merkist Hafrannsóknastofnuninni, með upplýsingum um stað og dagsetningu,“ segir á heimasíðu Hafró.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is