Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2012 10:27

Skagamenn aftur á sigurbraut

Skagamenn tóku á móti Selfyssingum í Pepsí deild karla í blíðskaparveðri á Akranesvelli í kvöld. Fyrir leikinn hafði hvorugu liðinu tekist að vinna leik í deildinni síðan í maí, Skagamenn voru dottnir niður í sjöunda sæti með 14 stig eftir ævintýralega góða byrjun í vor en Selfyssingar voru í ellefta og næst neðsta sæti með átta stig.

Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og áttu þeir nokkur góð skot á markið strax á fyrstu mínútunum. Það skilaði sér síðan á 13. mínútu þegar Kári Ársælsson skallaði boltann í mark Selfyssinga eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-0 og Skagamenn héldu áfram að sækja. Hart var barist um boltann og lenti Gary Martin meðal annars í samstuði við leikmann Selfoss með þeim afleiðingum að þeir urðu báðir að fara af velli til aðhlynningar. Á 40. mínútu var Einar Logi Einarsson síðan tekinn af velli vegna meiðsla en Aron Ýmir Pétursson kom inn á í hans stað. Staðan var enn 1-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

 

 

 

 

Skagamenn mættu af krafti inn í síðari hálfleik og það voru ekki liðnar nema rúmlega tíu mínútur þar til næsta mark kom. Þar var á ferðinni Arnar Már Guðjónsson sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Selfyssingar freistuðu þess að breyta gangi leiksins fljótlega eftir markið og gerðu tvær breytingar á liði sínu. Þá fór reynsluboltinn Dean Martin einnig af velli á 69. mínútu en inn á í hans stað kom Eggert Kári Karlsson. Tveimur mínútum síðar kom þriðja mark Skagamanna. Það gerði Jón Vilhelm Ákason eftir laglega sendingu frá Gary Martin. Martin var síðan aftur á ferðinni á 86. mínútu þegar hann hljóp upp völlinn og gaf síðan yfir á Arnar Má Guðjónsson sem skallaði boltann í markið. Lokatölur 4-0 ÍA í vil. Þess má geta að þetta var síðasti leikur Gary Martin með ÍA-liðinu en hann hefur samið við Íslandsmeistara KR.

Skagamenn fóru upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum og eru nú með 17 stig, jafnir Eyjamönnum sem eru í því fjórða. Næsti leikur verður á mánudaginn í næstu viku þegar ÍA fær Breiðablik í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is