18. júlí. 2012 10:04
Þessar duglegu stelpur í sjötta flokki Skallagríms unnu til gullverðlauna í sínum riðli á Símamótinu sem haldið var í Kópavogi um síðustu helgi. Þá unnu stelpurnar í fimmta flokki Skallagríms til bronsverðlauna á sama móti. ÍA átti að auki fulltrúa á mótinu en bæði sjötti og fimmti flokkur hafnaði í öðru sæti í sínum riðli.
Símamótið er stærsta knattspyrnumótið á landinu í dag en fjöldi þátttakenda er á milli 1.600 og 1.700 stúlkur á aldrinum 6 til 12 ára. Alls voru 194 lið á mótinu frá öllum hornum landsins.