18. júlí. 2012 10:57
Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum undanfarna viku. Ellefu voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Fimm umferðaróhöpp urðu en án teljandi meiðsla á fólki. Þá var einn ökumaður ákærður vegna ölvunaraksturs. Tvö innbrot urðu um helgina. Brotist var inn í Grunnskólann í Borgarnesi en engu stolið aðfaranótt sl. föstudags. Unnin voru minniháttar skemmdarverk og sósu skvett á veggi og innbú. Þá var innbrot framið á bænum Ásum í Dölum og hnakki, beislum og múl þaðan stolið 10. júlí sl. Lögregla vinnur að rannsókn beggja mála.