Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2012 01:42

Vel sótt Sumarhátíð Bifrastar

Þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn gerðu Bifrestingar sér glaðan dag að undirlagi Sjéntilmannaklúbbs Bifrastar og nemendafélags Háskólans. Klúbburinn er hluti af virku félagsstarfi við Háskólann á Bifröst. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin og kallast hún Sumarhátíð Bifrastar.

Heppnaðist hátíðin með eindæmum vel enda komu margir að henni og naut klúbburinn liðsinnis fjöldamargra fyrirtækja og einstaklinga, ásamt góðum stuðningi frá starfsfólki skólans. Alls mættu um 160 manns á skemmtunina sem heppnaðist með eindæmum vel. Sumarhátíð Bifrastar er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá en meðal þess sem var í boði var andlitsmálning fyrir börn og fullorðna, alls kyns leikir s.s. kubb, pílukast, frisbee-golf, Einar Einstaki, hoppukastali fyrir yngstu börnin og margt fleira. Fyrr um daginn var einnig haldið hið árlega golfmót Bifrastar auk móts í götukörfubolta.

Þegar kvöldaði var svo haldin vegleg grillveisla þar sem m.a. var boðið upp á heilgrillað svín sem hafði fengið að snúast á teini allan daginn en jafnframt voru í boði kjúklingur og pylsur ásamt meðlæti og drykkjum, voru börn svo leyst út með gjöfum.

Eftir grillveisluna færðu Bifrestingar og gestir sig í Svínsbrekku og komu sér þar fyrir. Þar skemmtu þeir félagar Halldór Gunnar Pálsson og Sverrir Bergmann fólki við góðar undirtektir og loks tók sjálfur konungur brekkusöngsins, Árni Johnsen, við en afar góð stemmning myndaðist í brekkunni. Við lokalagið kveiktu Sjéntilmenn í blysum og lauk þar með formlegri dagskrá. Hátíðargestir færðu sig síðan á Kaffihús Bifrastar þar sem endapunkturinn var sleginn með áframhaldandi söng og dans í boði Halldórs Gunnars og Sverris.

„Aðstandendur hátíðarinnar vilja koma þökkum á framfæri til Ölgerðarinnar, Olís, Vís, Samkaup, Nói og Siríus, Holtakjúkling, Emmessís, Volcano, Innnes og Nemendafélagsins á Bifröst fyrir veittan stuðning og þeirra framlag sem gerði það að verkum að hátíðin í heild sinni var afar vel heppnuð. Þeir sem hátíðina sóttu voru sammála um að þetta væri með þeim skemmtilegri viðburðum sem þeir hefðu sótt og fóru allir, bæði börn og fullorðnir, heim á leið með bros á vör,“ segir í fréttatilkynningu frá Séntilmannaklúbbi Bifrastar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is