Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2012 02:30

Undirbúa sig fyrir landsmót skáta

Á sunnudaginn byrjar landsmót skáta við Úlfljótsvatn en í ár er 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi. Ljósmyndari Skessuhorns varð var við að fólk var að byggja stærðarinnar hengirúm í Grundarfirði í gær. Þar voru komin séra Aðalsteinn Þorvaldsson, Jón Þór Magnússon og Sigrún Ella Magnúsdóttir þar sem þau voru að undirbúa sig fyrir landsmótið. „Við vorum að hanna hluta af tjaldbúðinni sem við verðum í. Að setja saman hengirúm sem verður þar, ásamt fjórum öðrum slíkum. Þetta var ákveðin hönnunarvinna, svo við vitum hvað við eigum að gera þegar við komum á staðinn. Við náðum í timbrið sjálf fyrir rúmu ári síðan í Sauraskógi í Helgafellssveit. Þar fengum við leyfi til að grisja aðeins og timbrið er núna þurrt og sterkt,“ segir séra Aðalsteinn.

Skátar víðsvegar um Vesturland munu leggja leið sína að Úlfljótsvatni auk skáta frá öllu Íslandi og utan úr heimi. „Það eru 50 skráðir krakkar frá Akranesi, Borgarnesi og Grundarfirði sem verða í tjaldbúðunum okkar. Landsmótið hefst á sunnudaginn og verður til næsta sunnudags, það er dagskrá alla daga og nóg um að vera,“ segir séra Aðalsteinn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is