Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2012 09:01

Geitfjársetur opnað á Háafelli í Hvítársíðu

Á morgun, laugardaginn 21. júlí, verður Geitfjársetur Íslands formlega opnað á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Hjónin Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson hafa innréttað sérstakt húsnæði til móttöku ferðafólks og sölu geitaafurða. Þar verður einnig hægt að kynnast íslensku geitinni. Þau hafa verið með geitur frá því þau tóku við búskap á Háafelli árið 1989 en Jóhanna er fædd þar og uppalin. „Ég hef alltaf haft áhuga á geitum og strax þegar ég var krakki var ég farinn að biðja pabba um að fá geitur en hann sagði alltaf þvert nei. Eflaust hafa Heiðubækurnar spilað þarna inn í hjá mér. Bændur voru flestir á þessari skoðun hér áður fyrr að geitur ættu ekki heima með öðru búfé. Kannski voru þetta fordómar hjá bændum. Það þótti fátækrastimpill að vera með geitur því á stríðsárunum björguðu þær fjölda manns sem ekki átti kost á kúamjólk.

Þorbjörn var í fyrstu nógu ástfanginn til að láta eftir mér að fá þrjár geitur. Geitunum hefur svo fjölgað vel þannig að nú erum við með tæplega tvö hundruð vetrarfóðraðar geitur og annað eins af kiðlingum á sumrin. Hann minnir mig nú stundum á að hann hafi bara gefið leyfi fyrir þremur geitum,“ segir Jóhanna meðal annars.

 

Ítarlegt viðtal við Jóhönnu á Háafelli er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is