Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2012 08:01

Selja ferskt sjávarfang í Ólafsvík

Sjávarkistan er tilraunaverkefni hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar og er rekið af Hobbitanum. Sjávarkistan er smásölumarkaður með sjávarfang og verður opin út ágúst, frá klukkan tvö til átta. Þetta er annað sumarið þar sem þetta tilraunaverkefni er við lýði.

Sigurður Ingi Guðmarsson afgreiðir í Sjávarkistunni. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við hann um gang verkefnisins. „Við reynum að selja eins ferskan fisk og við getum og allur fiskur sem við fáum er veiddur í Breiðafirði. Hráefnið erum við að fá frá fiskvinnslum á svæðinu eins og Bylgjunni, Valafelli, Reykkofa Gunnu og Sjávariðjunni. Við fáum líka tilbúna fiskrétti frá Valafelli, þetta er eins einfalt og það getur orðið. Það þarf bara að taka lokið af og setja í ofninn,“ segir Sigurður. „Við reynum að nýta allt hráefni sem við fáum og gerum maríneringu sjálfir sem við leggjum fiskinn í.“

Sjávarkistan er ekki veitingastaður, en fyrir utan er grill sem fólk getur notað ef það vill grilla fiskinn sem það kaupir.  

„Við erum með grill hérna fyrir utan þar sem fólki stendur til boða að grilla. Ferðamenn hafa nýtt sér það töluvert. Að kaupa sér fisk hjá okkur og setjast svo bara hérna fyrir utan og þar sem þau grilla og borða fiskinn í góða veðrinu. Útlendingarnir vilja yfirleitt fá ferskan fisk. Það kom hópur af erlendum ferðamönnum hérna um daginn sem fussuðu bara yfir maríneringunni. Þau vildu ekki heldur að við krydduðum fiskinn fyrir þau, því þau vildu finna fiskbragðið. Aftur á móti vilja Íslendingarnir helst fá fisk í maríneringu. Við bjóðum líka upp á að krydda fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Sigurður.

Sjávarkistan er með síðu á Facebook þar sem hægt er að sjá símanúmer staðarins og ýmsar upplýsingar. „Það er hægt að hringja til okkar og panta. Til dæmis er hægt að panta fisk á grillpinnum. Þá bara höfum við það klárt á þeim tíma sem óskað er eftir. Hér eru engin vandamál. Bara verkefni sem við leysum,“ segir Sigurður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is