19. júlí. 2012 11:52
Íslandsmótið í sjósundi fór fram í Nauthólsvík í gær. Meðal þátttakanda voru hjónin Hrafnkell Proppé og Hólmfríður Sveinsdóttir úr Borgarnesi og höfnuðu þau bæði í öðru sæti í sínum flokkum. Guðrún Harpa Bjarnadóttir úr Borgarnesi gerði sér svo lítið fyrir og sigraði í sínum flokki og sést hér milli þeirra með bikar.