Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2012 01:01

Landfylling fyrirhuguð á Grenjum

Nú stendur yfir kynning á deiliskipulagstillögu hjá Akraneskaupstað vegna nýs deiliskipulags á Grenjum við Krókalón. Þar er gert ráð fyrir talsverðri landfyllingu út í Krókalónið. Runólfur Sigurðsson bygginga- og skipulagsfulltrúi segir þetta tilkomið vegna þess að Grenjar ehf., sem er landeigandi þarna, hafi óskað eftir að stækka húsið við Krókatún 22-24 þar sem Skaginn og Straumnes eru með starfsemi. „Vegna þeirrar stækkunar þarf að gera ráð fyrir um 0,6 hektara fyllingu meðfram strönd Krókalóns. Einnig er gert ráð fyrir byggingarreit út af skipasmíðahúsinu á Grenjunum en það er framtíðarmúsík sem engin áform eru um ennþá en þeim möguleika haldið opnum. Eigendur vilja bara hafa þann möguleika opinn,“ sagði Runólfur.

 

 

 

 

Runólfur sagði búið væri að kynna deiliskipulagsáætlunina og auglýsa hvað sé framundan þarna. Þá sé búið að breyta aðalskipulagi á þessu svæði vegna færslu strandlengjunnar og auglýsa það. Hann sagði að kynningarfundur hafi verið auglýstur og haldinn en enginn hafi mætt á þann fund en formlegt auglýsingaferli stæði nú yfir um deiliskipulagstillöguna. „Þær byggingar sem fyrir eru þarna á svæðinu standa flestar á landfyllingu og því er ekki um náttúrlega strandlengju að ræða þarna á svæðinu,“ sagði Runólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is