Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2012 01:59

"Bæði plúsar og mínusar við Gary og Mark"

Miklar sviptingar hafa verið í leikmannamálum ÍA liðsins í efstu deild karla í knattspyrnunni síðustu daga. Ensku leikmennirnir Gary Martin og Mark Doninger hafa báðir yfirgefið ÍA en Gary er kominn til KR og Mark til Stjörnunnar. ÍA samdi í gær við Englendinginn Theodor Furness sem leikið hefur með Tindastóli á Sauðárkróki og er hann þegar kominn til Akraness. Þá hefur ÍA gert lánssamning við HK um Gunnþór Guðlaugsson sem er 22 ára gamall markvörður.

Þórður Þórðarson þjálfari ÍA segir ekki útilokað að fleiri leikmenn komi. „Við erum að leita, bæði hér innanlands og ytra að leikmönnum til að styrkja hópinn enn frekar. Það er opið fyrir félagaskipti til 31. júlí þannig að við höfum enn tíma.“

Þórður sagðist ekki neita því að brotthvarf Doninger og Martin hefði áhrif en það mætti segja að bæði væru plúsar og mínusar í því máli. „Þeir eru báðir frábærir fótboltamenn þegar þeir einbeita sér að því að spila fótbolta en þeim fylgdu líka ýmis vandamál sem gott er að vera laus við.“ Hann segir að óneitanlega spili peningamál inn í þessi leikmannaskipti líka. „Því miður er það orðið þannig að peningarnir ráða miklu í íslenskum fótbolta. Við erum ekki í hópi þeirra félaga sem mesta hafa peningana og goggunarröðin er bara sú að fjársterkustu félögin sækja leikmenn til okkar og hinna sem eru í sömu stöðu. Við sækjum svo leikmenn til neðri deildanna eða út fyrir landsteinana.“

Þórður segir Theodor Furness vera sterkan bakvörð og kantmann sem komi til með að styrkja góðan hóp leikmanna sem fyrir er. „Hann kom til Tindastóls í fyrra og í sumar hafa tveir bræður hans verið þar með honum, markmaður og miðjumaður. Furnes er búinn að skora sex mörk í sumar og hefur staðið sig vel. Svo þurftum við nauðsynlega að fá til okkar markmann því Páll Gísli er meiddur og Árni Snær var orðinn einn eftir. Gunnþór var hvort eð er að flytja hingað á Skagann þannig að það var hið besta mál að fá hann lánaðan.“ Nú þegar mótið er hálfnað segist Þórður vera jafn bjartsýnn og í upphafi móts. „Markmiðið var að tryggja liðið í deildinni í sumar og ég gerði mér alltaf grein fyrir að þetta yrði ekki samfelld sigurganga. Við getum svo farið að hugsa hærra fyrir næsta sumar þegar við höfum náð þessu markmiði,“ sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is