Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2012 10:26

Jakob Svavar Sigurðsson er Íslandsmeistari í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fór fram á Vindheimamelum í Skagafirði um liðna helgi. Um 230 skráningar voru á mótinu og um 160 hross tóku þátt. Mótið þóttist takast með ágætum en helst skorti áhorfendur sem létu slæma veðurspá fæla sig frá mætingu. Veðrið var hins vegar gott. Árangur Borgfirðinga á mótinu varð afar glæsilegur því Jakob Svavar Sigurðsson knapi og tamningamaður í Steinsholti vann tvöfalt á stóðhestinum Al frá Lundum II, sem er undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Auðnu frá Höfða. Sigruðu þeir félagar slaktaumatöltið með yfirburðum og í gær náðu þeir fyrsta sæti í fimmgangi sem er helsta keppnisgreinin, með einkunnina 7,76. Fremur sjaldgæft er að knapi og hestur sigri þannig tvöfalt á Íslandsmeistaramóti. Annar í fimmgangi varð Haukur Baldvinsson á Fal frá Þingeyrum og þriðji Viðar Ingólfsson á Má frá Feti, en þeir síðastnefndu urðu einnig samanlagðir sigurvegarar fimmgangsgreina.

 

 

 

Meðal annarra úrslit má nefna að Íslandsmeistari í tölti varð Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli. Í fjórgangi varð Guðmundur Björgvinsson efstur á Hrímni frá Ósi. Í gæðingaskeiði varð Viðar Ingólfsson Íslandsmeistari á Má frá Feti og í 100 metra fljúgandi skeiði varð Þórarinn Eymundsson Íslandsmeistari á Brag frá Bjarnastöðum. Sigurbjörn Bárðarson bar sigur úr býtum í 150 metra skeiði á Óðni frá Búðardal sem en saman eiga þeir félagar Íslandsmetið í greininni sem sett var 2010. Í 250 metra skeiði varð Daníel Ingi Smárason hlutskarpastur á Blæng frá Árbæjarhjáleigu.

 

Með árangri sínum er Jakob Svavar að stimpla sig rækilega inn sem kandidat í landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi á næsta ári. Þannig verður að teljast ólíklegt annað en Jakob og Alur verði fulltrúar landsins meðal annars í slaktaumatöltinu þar sem yfirburðir þeirra eru miklir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is