Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2012 06:29

Sjoppur landsins verða seint reknar á salernunum einum saman

„Ég neita auðvitað engum um að fara á salernið en það kemur alltof oft fyrir að það komi hingað rútur með um 50 ferðamenn sem kaupa enga þjónustu en nota bara salernið,“ segir Jóhanna Guðmundsdóttir í Hönnubúð í Reykholti en á salernishurð þar er miði með skilaboðum til fólks um að salernið sé eingöngu fyrir viðskiptavini og að sjoppur landsins verði ekki reknar á salernunum einum saman.

Jóhanna segist þó ekki eiga allan heiðurinn að þessum skilaboðum. „Ég reyndar stal þessu frá honum Kibba í Baulunni, Kristberg Jónssyni, en hann er með álíka miða hjá sér í Baulunni. Þetta virðist virka því fararstjórarnir eru farnir að koma þessum skilaboðum til ferðafólksins þegar stoppað er hér.Einn þeirra kom til mín um daginn með 500 kall og sagði sitt fólk hafa keypt svo lítið að hann ætlaði að bæta klósettferðir þess upp.

Auðvitað kostar það sitt að halda salernunum við, þrífa þau og reka. Við höfum því ekki efni á því að reka þetta án þess að fá tekjur á móti,“ sagði Jóhanna.

Klósettferðir hópa ferðamanna sem eiga engin viðskipti við vegasjoppur landsins er alþekkt vandamál og þeim sem reka sjoppurnar þykir hart að heilu hóparnir komi í þeim eina tilgangi að nota salernin. Sjoppueigendur vilja flestir áfram bjóða viðskiptavinum upp á fríar salernisferðir og því er erfitt um vik fyrir þá að setja sjálfsala á hurðirnar. Þá eru margir áningastaðir ferðamanna án salerna og jafnvel fjölsóttir ferðamannastaðir eins og við Deildartunguhver en þangað koma þúsundir ferðamanna á hverju sumri.

Kristberg Jónsson í Baulunni segir að þessar salernisferðir ferðamanna án viðskipta hafi ekki aukist. „Þetta hefur verið vandamál í áratugi og ég er orðinn langþreyttur á þessu. Það er ekkert sjálfgefið að við veitum þessa þjónustu ókeypis. Mér finnst tími til kominn að ferðaskrifstofurnar geri ráð fyrir því að það kosti eitthvað að halda þessum salernum gangandi. Við fáum svona þjónustu ekki ókeypis í útlöndum. Ég borgaði til dæmis einn dollara fyrir að fara á útikamar í Bandaríkjunum svo það væri ekki mikið að innheimta hundrað kall hér. Svo versnar þetta alltaf til muna eftir 20. ágúst þegar sumarhótelunum hefur verið lokað, þá fjölgar salernisferðunum í sjoppurnar,“ sagði Kristberg Jónsson, Kibbi í Baulunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is