Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2012 11:01

Hagsmunaaðilar hafa sett upp veðurathugunarstöð í Flatey

Undanfarin ár hefur það verið ýmsum til óþæginda að ekki skuli vera hægt að fá veðurupplýsingar utan af Breiðafirði eins og áður var þegar veðurathuganir voru framkvæmdar í Flatey. „Með gríðarlegri aukningu smábáta og skemmtibáta svo ekki sé talað um ferðaþjónustubáta hefur þessi þörf aukist mikið. Þessi staða hefur verið orðuð við Veðurstofuna en vegna kostnaðar hefur ekki orðið úr framkvæmdum. Stöðvar sem hægt hefur verið að nota standa allar á ströndinni þar sem gætir áhrifa frá umhverfinu eins og fjöllum sem hafa áhrif á veðurathugannir,“ segir Pétur Ágústsson hjá Sæferðum í Stykkishólmi og bætir við að nú hafi verið sett upp nettengd veðurathugunarstöð í Flatey af nokkrum hagsmunaaðilum. Þeir aðilar sem stóðu að þessu góða framtaki eru Sæferðir ehf. í Stykkishólmi, Þörungavinnslan, Eyjasigling á Reykhólum og Félag smábátaeigenda.

 

 

 

 

Pétur segir að auðvelt verði að fylgjast með veðrinu í Flatey með þessari nýju stöð sem sett var upp í fjarskiptamastrið í Flatey í síðustu viku. Veðurathugunarstöð þessi sýnir vindhraða, meðaltals vindhraða, vindátt, hitastig, vindkælingu, rakastig, loftþrýsting og regnmagn. Einnig er hægt að sjá veðurgildi síðasta sólarhring og í tímans rás veðurgildi síðasta mánaðar og árs. Hægt er að ná upplýsingum frá stöðinni á netinu og er slóðin: http://www.reykholar.is/vedrid/vedur_i_flatey/

 

Á síðasta ári setti Siglingastofnun upp öldudufl skammt suðvestur af Flatey þannig að nú geta sjófarendur stuðst við ýmsar gagnlegar upplýsingar áður er siglt er út á fjörðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is