Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2012 02:14

Aftur kært í útboði á skólaakstri í Borgarbyggð

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar á fimmtudaginn var rætt um útboð á skólaakstri. Nokkur styr hefur staðið um útboðsferlið sem enn er í gangi. Á fundinum var lögð fram niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna kröfu þeirra Davíðs Ólafssonar og Einar S. Traustasonar um að stöðva útboðið vegna þess að útboðsgögn hafi verið ófullnægjandi. Nefndin hafnaði kröfu tvímenninganna meðal annars á þeirri forsendu að kærufrestur var liðinn. Þá hafa þrír aðilar sem tóku þátt í útboðinu kært ákvörðun Borgarbyggðar um að ganga til samninga við lægstbjóðendur á nokkrum leiðum. Aftur var kært til kærunefndar útboðsmála.

Í fyrsta lagi hefur Sturla Stefánsson kært ákvörðun sveitarfélagsins að ganga til samninga við Jónas Þorkelsson á leið nr. 1, í öðru lagi hefur Sigurður Ingi Þorsteinsson kært ákvörðun um leið nr. 2 og nr. 6 og í þriðja lagi hefur Grund ehf. lagt fram kæru vegna leiðar nr. 17. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra Borgarbyggðar ákvað byggðarráð að stöðva samningagerð við lægstbjóðendur meðan kærunefnd fjallaði um málið. Hann bjóst við að nefndin úrskurði í kærumálunum fyrir helgi.

 

Að auki hafa nokkrir bjóðendur kvartað til Samkeppnisstofnunar vegna meints ólöglegs samráðs í útboðinu. Páll sagði í samtali við Skessuhorn að þar væru bjóðendur að kvarta undan öðrum bjóðendum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is