25. júlí. 2012 10:03
Togbátur á makrílveiðum sem staddur var 80 mílur út frá Breiðafirði fékk veiðarfæri í skrúfuna í nótt. Björg, skip björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Rifi, er á siglingu áleiðis til bátsins til að draga hann í land. Skipstjóri Bjargar, sem lagði af stað um sexleytið í morgun, reiknar með að koma að landi með vélarvana bátinn á miðnætti í kvöld. Gott veður er á svæðinu og lítil hætta talin á ferð. Nú klukkan tíu átti björgunarskipið um 50 sjómílna siglingu eftir til bátsins.