Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2012 11:01

Garðyrkjubóndi sem lærði allt af reynslunni

Siggi á Steinsstöðum hefur hann alltaf verið kallaður enda fæddur og uppalinn á Steinsstöðum á Akranesi. Sigurður Gunnarsson fæddist 20. júní árið 1929 á Steinsstöðum, sem var, þar sem síðar varð miðbær Akraness. Þeir Steinsstaðir stóðu á mótum Kirkjubrautar og Skagabrautar en þar er nú Kirkjubraut 40. Þar ólst hann upp ásamt átta systkinum sínum. Elstur er Guðmundur, þá Svava og Halldóra, síðan Sigurlín, Sigurður, Gunnar, Ármann, Sveinbjörn og Guðrún. Tvisvar náði Akranesbær að elta foreldra hans með byggðina.Upp úr 1950 keypti bærinn Steinsstaði af foreldrum Sigurðar þeim Gunnari Guðmundssyni og Guðríði Guðmundsdóttur og þau fluttu sig inn að Garðholti sem var í eigu afa Sigurðar. Þar byggðu þau stórt hús sem þau nefndu Steinsstaði. Hluti af kaupverðinu var þrjár lóðir við Brekkubraut, númer 2, 4 og 6 þar sem systkini Sigurðar þau Guðmundur, Halldóra og Svava byggðu sín hús ásamt mökum sínum. Þeir Steinsstaðir sem byggðir voru rétt eftir 1950 standa nú í miðju Flatahverfinu teiknaðir af Einari Helgasyni eins og nokkur önnur hús á Akranesi.

 

 

Siggi fylgdi með inn í Garðholt og árið 1959 hóf hann byggingu húss þar, sem hann nefndi Klapparholt, á skika sem hann fékk frá Akranesbæ. Þar byrjaði hann að búa með sauðfé árið 1956 ásamt konu sinni Guðmundu Runólfsdóttur frá Gröf á Hvalfjarðarströnd. Hún lést árið 2002. Hænsnabúskapurinn var líka fyrirferðarmikill og þau Munda sáu Skagamönnum fyrir eggjum í áratugi. Garðyrkjan varð þó þeirra aðalbúskapur. Bæði voru ræktaðar matjurtir og sumarblóm. Siggi sá Blómavali fyrir sumarblómum eftir stofnun þess fyrirtækis og Þórður á Sæbóli í Kópavogi keypti af honum blóm til að selja. Þeim var pakkað inn í dagblöð og þau send þannig í kössum með Akraborg. Kartöflur, rófur og kál voru líka fyrirferðamikil í ræktuninni hjá þessum sjálfmenntaða garðyrkjubónda, sem segja má að hafi verið síðasti bóndinn á Akranesi ásamt föður sínum og bræðrum.

 

Lesa má viðtal við Sigga á Steinsstöðum í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is