Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2012 02:01

Hefur verið með reiðskóla í fjörutíu ár

„Það eru komin fjörutíu ár síðan ég byrjaði með reiðskóla. Árið 1972 tók ég að mér kenna reiðmennsku á vegum hestamannafélagsins Faxa á Faxaborg,“ segir Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði. Guðrún er fædd og uppalin á Ferjukoti og því voru hæg heimatökin að stunda reiðkennslu á Faxaborg. Í áratugi hefur hún rekið sinn eigin reiðskóla á Ölvaldsstöðum ásamt því að fara með ferðamenn í reiðtúra um nágrennið. Í millitíðinni hefur hún víða komið við í reiðkennslunni og aflað sér menntunar á því sviði erlendis. „Þegar ég byrjaði á þessu hafði ég aflað mér menntunar í reiðmennsku í Austurríki. Það var Ásgeir Pétursson fyrrverandi sýslumaður í Borgarfirði sem fékk mig til að kenna krökkum á vegum Faxa. Hann hafði svo gaman af hestum og sá þörfina fyrir að kenna krökkunum. Ásgeir náði fram styrk frá sveitarfélaginu til að halda úti reiðskólanum. Ég fékk lánaða hesta hjá bændunum í nágrenninu til að nota við kennsluna," bætir Guðrún við.

„Þeir komu líka margir og hjálpuðu mér við að járna og girða, flestir af þessum vinum mínum eru nú fallnir frá. Þarna var ég með reiðskóla fram til 1980 að ég flutti hingað að Ölvaldsstöðum. Ég var líka alltaf með reiðkennslu hjá hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík, fór þangað suður í janúar á hverju ári og var fram í júní. Ég gat ekki verið í Reykjavík á sumrin og varð að komast í sveitina. Þegar ég byrjaði með reiðskólann hér var ég fyrstu árin alltaf með hann í júní og ágúst en var svo leiðsögumaður við laxveiðar í Grímsá í júlí. Þann starfa hafði ég í tuttugu og fimm ár. Í fyrstu voru þetta um 40 börn í reiðskólanum hér og þau komu aðallega af bæjunum í kring og úr Borgarnesi. Svo var ég með námskeið fyrir fullorðna á kvöldin. Ég er farinn að kenna þriðja ættliðnum núna ömmurnar og afarnir sem voru hjá mér í Reykjavík og á Faxaborg eru að koma með barnabörnin til mín núna,“ segir Guðrún og hlær.

 

Lesa má viðtal við Guðrúnu Fjeldsted reiðkennara á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is