Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2012 09:01

Mörg tækifæri eru til staðar í Borgarfirði

Á bænum Fljótstungu í Hvítársíðu reka ung hjón ferðaþjónustu sem byggð er á gömlum grunni sem nær allt aftur til ársins 1965. Þetta eru þau Halldór Heiðar Bjarnason og Lilián Pineda. Halldór er fæddur og uppalinn í Borgarnesi, sonur hjónanna Bjarna Johansen og Kristínar Halldórsdóttur, en geta má þess að forfeður Halldórs hafa átt og búið í Fljótstungu í hart nær 130 ár. Halldór er því fulltrúi fimmta ættliðs ásamt eiginkonu sinni sem er mexíkönsk að uppruna. Þau tóku við rekstri ferðaþjónustunnar í Fljótstungu vorið 2010 og hafa síðan þá haldið ötullega áfram uppbyggingu forfeðranna á staðnum. Það starf hafa þau í hyggju að leiða inn á nýjar brautir, nokkurskonar samblands ferðaþjónustu og listrænnar sköpunar. Blaðamaður Skessuhorns gerði sér ferð í Fljótstungu til að fræðast meira um hugmyndir og starf þessara ungu frumkvöðla í uppsveitum Borgarfjarðar.

Það var erill í hinu uppgerða gamla fjósi í Fljótstungu þegar blaðamaður Skessuhorns mætti á svæðið í síðustu viku. Krökkt erlendra gesta staðarins var þar saman kominn og voru í óða önn að undirbúa sig fyrir heimsókn í hellinn Víðgelmi í Gráhrauni, neðsta hluta Hallmundarhrauns. Halldór stóð í ströngu við að greiða götu spenntra gesta sem sýnilega voru fullir eftirvæntingar vegna heimsóknarinnar undir yfirborð jarðar. Leiðsögn um hellinn víðfræga hefur verið í umsjón Fljótstungufólks frá árinu 1991 og hafa undur hans, fágætir dropasteinar og dulúðlegir hraungangar, laðað að þúsundir ferðamanna í áranna rás. Áður en langt um leið voru spenntir ferðalangarnir horfnir á braut. Halldór beið ekki boðanna og fylgdi blaðmanni til betri stofunnar í Fljótstungubænum, eins og gestrisnum bónda sæmir. Fljótlega eftir stutt spjall kemur Lilián til stofu og hefjast samræður miklar.

 

Lesa má viðtal við hjónin Halldór Heiðar Bjarnason og Lilián Pineda í Fljótstungu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is