Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2012 02:01

Bauð íslenska leirnum í frumkvöðlasamstarf

Leir 7 ehf. nefnist keramikfyrirtæki sem stofnað var í Stykkishólmi árið 2007 af Sigríði Erlu Guðmundsdóttur, en þangað fluttist hún ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Einarsson, fyrir nokkrum árum. „Sonur okkar býr hér einnig með fjölskyldu sinni svo að það eykur ánægjuna við að búa hér. Við eigum líka eyjar hér í grenndinni, sem skýrir að einhverju leyti af hverju þessi staður varð fyrir valinu hjá okkur.“

Meginmarkmið Leir 7 er að framleiða vörur, bæði nytjahluti og listmuni, úr íslenskum leir sem kemur frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar er að finna eitt af helstu leirsvæðum landsins og því er ekki langt að fara með hráefnið í vinnustofu Sigríðar Erlu í Stykkishólmi.

„Leir – ég á nú fullt af honum!“

Sigríður Erla hefur í áranna rás viðað að sér þekkingu á íslenska leirnum og aflað sér fjölþættrar reynslu af því að vinna með hann. „Það var svo sem ekki auðvelt að byrja á þessu,“ segir hún, en það kostaði hana eins og hálfs árs vinnu að ná að þróa úr leirnum frá Fagradal fljótandi leirmassa sem hún steypir nú og mótar úr ýmsa hluti, svo sem kaffi- og tebolla, ölkrúsir, leirpotta, fiskadiska, tómataþroskara, sushidiska og sósuskálar.

„Þetta hófst þegar ég kynntist Steinólfi Lárussyni, sem bjó í Ytri-Fagradal, og var afskaplega skemmtilegur maður. Hann kom mér á bragðið, sagði: Leir - ég á nú fullt af honum! þegar hann frétti að ég hefði þekkingu á efninu. Síðan fór ég víða um Dalina, tók sýnishorn af leir hér og þar en valdi Fagradalsleirinn sem mitt efni. Þetta var upp úr aldamótunum, en fram að því notaði ég að mestu breskan jarðleir í verkum mínum.“

 

Lesa má viðtal við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is