Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2012 08:01

Meiri líkur en minni að við munum halda áfram með liðið

Knattspyrnulið Snæfells hefur fengið tíu nýja leikmenn til sín eftir að félagaskiptaglugginn opnaði 15. júlí. Átta af þeim leikmönnum koma úr KV, Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, í Reykjavík sem var stofnað af uppöldnum leikmönnum úr KR. Blaðamaður Skessuhorn kíkti í heimsókn til Páls Margeirs Sveinssonar þjálfara Snæfells.

Einn leikmannanna úr KV er markvörður og Páll segir það vera gott því markmannamálin hjá Snæfelli hafi verið í ólagi í sumar. „Í leiknum á móti Grundarfirði nýverið vorum við með tólf leikmenn í hópnum. Þannig að þrátt fyrir að við séum að fá tíu nýja leikmenn inn, þá þarf enginn að detta úr hópnum. Það er alveg á hreinu að þessir nýju munu bæta gang liðsins,“ segir Páll og það reyndist vera rétt. Því seinna um kvöldið eftir samtal Páls við blaðamann spilaði Snæfell besta leik sinn hingað til þar sem Snæfell tapaði 0-4 á heimavelli gegn Kára frá Akranesi.

„Við fengum nýjan markmann. Læknirinn okkar spilaði tvo leiki sem markvörður, hann er heimilislæknir bæjarins og hefur því ekki getað spilað útileiki með okkur. Við setjum hann út á völlinn í næstu leikjum, hann er líka góður þar,“ segir Páll.

 

Nánar er rætt við Pál Margeir Sveinsson þjálfara meistaraflokks Snæfells í knattspyrnu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is