Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2012 12:40

Búist má við lágu verði fyrir strandveiðifisk í upphafi ágúst

Uggur er í strandveiði-sjómönnum vegna fyrirkomulags strandveiða fyrir verslunarmanna-helgina vegna líkinda á lágu fiskverði. Á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi til Súðavíkur, er í ágúst einungis leyfilegt að veiða 333 tonn þar sem farið var langt fram yfir leyfilegt hámarksmagn í mánuðunum maí og júlí. Miðað við aflabrögð í sumar er því líklegt að það taki ekki nema tvo daga að ná ágústveiðinni. Þar sem veiðar hefjast miðvikudaginn 1. ágúst í næstu viku standa þær að öllum líkindum einungis yfir þann dag og næsta. Líklegt er að flestar fiskvinnslur á landinu verð lokaðar á föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi og þar af leiðandi gæti orðið lítil eftirspurn eftir fiski sem veiðist þessa tvo daga og það orsakað lágt verð á mörkuðum. Sjómenn hafa sýnt áhuga á að færa þessa tvo veiðidaga til og hafa m.a. rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið um hvort kæmi til greina að hefja strandveiðar fyrr í vikunni eða þá eftir verslunarmannahelgi. Ráðuneytið hafnaði þeirri málaleitan.

Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, segir að starfsemi fiskmarkaðarins á Snæfellsnesi verði með hefðbundnu sniði fimmtudaginn 2. ágúst. „Við eigum engra annarra kosta völ en að vera með uppboð á þeim afla sem berst á land. Svo verður að koma í ljós hverjir mæta og taka þátt í uppboðinu. Einhverjar fiskvinnslur munu vinna úr aflanum á föstudeginum 3. ágúst en margar verða með lokað. Fiskurinn mun þó vafalaust allur seljast. Þeir sem hafa aðstöðu til að taka á móti fiski munu örugglega gera það en þetta er bara spurning um verðmætin. Það er mikil hætta á að fiskurinn verði verðlítill.“ Páll segist einnig hafa heyrt af því að sjómenn hefðu reynt að sammælast um að fara ekki á sjó fyrr en eftir helgi, en ekki hafi orðið samstaða um það í þeirra röðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is