Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júlí. 2012 10:43

Búið að draga Þorlák ÍS til hafnar í Rifi

Björg, björgunarskip slysavarnafélagsins Lífsbjargar í Snæfellsbæ, kom nú um tíuleytið í morgun til Rifshafnar með Þorlák ÍS í togi. Þorlákur er 156 tonna línuveiðiskip frá Bolungarvík. Skipið var búið til makrílveiða þegar trollið þess fór í skrúfuna og varð vélarvana aðfararnótt miðvikudagsins. Þá var skipið statt 83 sjómílur vestur af Breiðafirði. Björg, sem er 44 tonn að stærð, var þegar send út til aðstoðar en þar sem siglingarleiðin er löng, og Þorlákur stórt skip, tók ferðin í allt 28 tíma. Siglingarhraðinn með Þorlák í togi var um fjórar sjómílur. Þetta var því að sögn Páls Stefánssonar skipstjóra á Björginni ein stærsta einstaka björgunaraðgerð sem skipið hefur farið en siglingarleiðin til Rifshafnar var 86 sjómílur. Þó tekur Páll það fram að farið hafi verið í lengri ferðir á Björginni með varahluti.  Páll sagði í samtali við Skessuhorn að heimferðin hafi gengið hægt en örugglega. Veður var þokkalegt, en þó var norðan golukaldi um tíma í nótt. Þegar komið var með Þorlák til hafnar fóru kafarar strax í að hreinsa úr skrúfu skipsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is