26. júlí. 2012 12:52
Mun minna hefur veiðst af laxi í flestum helstu laxveiðiám landsins miðað við sama tíma í fyrra. Einungis í Haukadalsá í Dölum er veiðin nú betri en sumarið 2011. Þar sem verst lætur er veiðin einungis 40% af veiði síðasta árs. Sýni verst er ástandið í borgfirsku stóránum; Norðurá, Grímsá og Tunguá og Þverá og Kjarará. Í þessum þremur ám er veiðin innan við helmingur þess sem hún var á sama tíma í fyrra. Sé veiðin í laxveiðiánum borin saman við árið 2010 er minni veiði nú í öllum helstu laxveiðiám landsins og því hægt að tala um hrun í veiðum miðað við það. Það er Landssamband veiðifélaga sem heldur utan um laxveiðina í öllum helstu ánum. Á vef félagsins segir að flestir laxar hafa komið á land í Rangánum en þar er líka veitt á flestar stangir.
Samkvæmt samantekt LV á angling.is var um miðja síðustu viku komnir 685 laxar á land úr Norðurá, 668 úr Haffjarðará, 490 úr Langá, 402 úr Þverá og Kjarará, 320 úr Hítará, 300 úr Haukadalsá, 256 úr Brennunni, 239 úr Grímsá, 197 úr Flókadalsá og 171 úr Búðardalsá.
Sjá nánar á vef LV: www.angling.is