Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2012 12:03

Páll Axel Vilbergsson genginn til liðs við Skallagrím

Páll Axel Vilbergsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við úrvaldsdeildarlið Skallagríms í körfubolta. Páll Axel hefur verið með sterkustu leikmönnum úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Páll er 34 ára gamall, leikur stöðu framherja og er frá Grindavík. Undanfarin ár hefur Páll verið lykilleikmaður í liði Grindavíkur þar sem hann hefur leikið stærstan hluta feril síns og unnið bæði til Íslands- og bikarmeistaratitla. Að auki á hann að baki um 100 A-landsleiki. Mikill fengur er því fyrir Skallagrímsmenn í Páli Axel sem kemur með mikla reynslu í farteskinu inn í ungt og efnilegt lið Borgnesinga. Rétt er að geta þess að Páll lék með liði Skallagríms keppnistímabilið 1997-1998. Hann er með leikjahæstu mönnum úrvalsdeildarinnar og er með þeim stigahæstu frá upphafi. Síðasta leiktímabil skoraði Páll 9,7 stig að meðaltali í leik fyrir Grindavík og hirti 4,6 fráköst en liðið varð sem kunnugt er Íslandsmeistari.

 

 

Pálmi Þór Sævarsson þjálfari meistaraflokks Skallagríms sagðist í samtali við Skessuhorn vera mjög sáttur með að fá Pál Axel í Borgarnes. „Ég er mjög ánægður með að fá Pál í liðið. Maður veit alveg að hverju maður gengur þegar Páll er annars vegar. Hann kemur með mikla reynslu með sér sem mun vafalaust reynast liðinu vel,“ sagði Pálmi sem er spenntur fyrir komandi tímabili. „Við erum búnir að vera að æfa í allt sumar. Júlímánuður var notaður vel í útihlaup og er ekki annað að sjá en að strákarnir séu að komast í stand fyrir veturinn. Óhætt er að segja að hópurinn sé orðinn spenntur fyrir tímabilinu,“ sagði Pálmi að lokum.

 

Úrvalsdeild karla hefst 7. október. Í fyrstu umferð munu Skallagrímsmenn mæta liði KFÍ á Ísafirði og verður leikið vestra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is