Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2012 12:59

Ný vatnsveita í Reykholtsdal boðin út um helgina

Nú styttist í að framkvæmdir hefjist við nýja vatnsveitu fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði. Framkvæmdir verða boðnar út nú um helgina, segir í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og fram hefur komið skrifaði OR undir samning um varanlega neysluvatnsveitu á svæðinu árið 2006 og átti upphaflega að vera búið að finna og virkja vatn árið 2007. Árlega hefur orðið vatnsskortur í þurrkum síðan. Í tilkynningu OR frá í dag segir hins vegar að nú hilli undir að lausn fáist í málið. „Eftir ítarlega leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki, hefur verið ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn milli Rauðsgils og Reykholts. Þá verður byggð dælu- og stjórnstöð í grennd við vatnstökustaðinn.“

 

 

 

Verkútboð vegna lagningar aðveitulagnarinnar verður auglýst nú um helgina. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í byrjun september og verði lokið um næstu áramót. „Í þurrkatíðinni nú í sumar hefur þurft að aka vatni í tankbílum í Reykholt. Eftir að sýni reyndust ófullnægjandi í einu núverandi vatnsbóla hafa þeir flutningar verið auknir enn frekar. Nýja vatnsbólið á eitt og sér að geta fullnægt þörfum viðskiptavina í Reykholti og á Kleppjárnsreykjum. Vatnsveitur þessara tveggja byggðakjarna voru samtengdar fyrir nokkrum árum og hafa Reykhyltingar notið góðs af því,“ segir í tilkynningu OR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is