Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2012 09:20

Grindhvalavaða árið 1928 varð vísir að stofnun hafnarsjóðs á Akranesi

Grindhvalirnir lóna enn á víkinni út af Leyni á Akranesi, eins og greint var frá hér í morgun. Síðustu heimildir um stóra grindhvalavöðu við Akranes eru frá árinu 1928. Í Morgunblaðinu 24. nóvember það ár segir að klukkan að ganga 7 að morgni hafi menn vaknað á Akranesi við allsnarpan jarðskjálftakipp, að því þeim fannst. „Er þeir komu á fætur, sáu þeir nýstárlega sjón. Í flæðarmálinu við kauptúnið lágu 73 marsvín (grindahvalir), er höfðu hlaupið þar á land um nóttina. Ofsarok var framan af nóttu af suðaustri, og hafði enginn maður orðið var við, er skepnur þessar komu á land, nema hvað maður einn, Oddur Gíslason að nafni, sem á heima í húsi er stendur mjög framarlega á fjörubakkanum, hafði heyrt blástur og buslugang um nóttina, þó eigi þó svo greinilega, að hann gæfi því gaum,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Heimildamaður blaðsins kom á vettvang og voru þá sum marsvínin dauð, en nokkur í fjörbrotunum og byltust til, í fjörunni.

Þá segir að stærstu marsvínin hafi verið rúmar 11 álnir á lengd, en meðalstærð er 6—8 álnir. Var síðan byrjað að bjarga skepnum þessum undan sjó, og voru flestar dregnar upp á fjörubakkann. En nokkrar voru bundnar í fjörunni og festar við bakkann. „Um kvöldið var skotið á fundi til þess að ræða um, hvað gera skyldi við feng þennan og hvernig honum skyldi skipta. Varð það úr, að landeigendur afsöluðu sjer hlutdeild í feng þessum upp á þær spýtur, að hreppsfjelagið fengi hann óskiptan og yrði ágóðanum varið til hafnarbóta.“

 

Síðar herma heimildir að ágóði sölu grindhvalaafurðanna hafi orðið til að stofnaður var hafnarsjóður á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is