Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. júlí. 2012 11:56

Stækkun kirkjugarðsins á Borg á döfinni

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Borgarbyggðar mánudaginn 23. júlí sl. var umsókn sóknarnefndar Borgarsóknar um leyfi til undirbúningsframkvæmda við stækkun kirkjugarðsins á Borg á Mýrum samþykkt. Fundurinn setti þó þann fyrirvara á samþykktina að erindið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu þegar fullnaðarhönnun stækkunarinnar liggur fyrir. Að sögn Einars Óskarssonar formanns sóknarnefndar þá stendur til að stækka garðinn í átt til norðurs, að klettaborginni handan kirkjugarðsins. Hann segir að um sé að ræða stækkun til að hafa pláss til reiðu næstu áratugina. „Við höfum fengið leyfi til að hefja undirbúningsframkvæmdir. Þær fela í sér að dýpka skurð sem er norðan við garðinn og leggja þar drenlögn. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir fari af stað núna í ágúst. Þannig fær undirgerð þessi að síga í vetur og svæðið því gert klárt fyrir frekari framkvæmdir næsta sumar,“ sagði Einar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is