Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 09:01

Harmonikkuhátíð á Varmalandi um verslunarmannahelgina

Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík heldur hátið á Varmalandi í Borgarfirði nú um verslunarmannahelgina. Félagið er þrjátíu og fimm ára á þessu ári. Af því tilefni ætla félagsmenn að gera sér dagamun og koma tveir góðir gestir í heimsókn. Það eru þeir Mogens Bækgård 47 ára og Sören Brix 25 ára. Mogens Bækgård hefur verið einn af vinsælustu harmonikkuleikurum Dana um árabil og Sören Brix, sem vakti mikla athygli á unga aldri, hefur aðeins orðið betri með árunum. Margir minnast Sörens frá landsmótinu í Neskaupstað fyrir sjö árum, en þá urðu áheyrendur býsna langleitir yfir ótrúlegum hæfileikum unga mannsins.  Þeir félagar hafa um árabil leikið saman, en þeirra aðalsmerki er léttleiki og fagmennska. Þeir eru jafnvígir á tónleika og dansspilamennsku og munu sýna þessar hliðar á Varmalandi.

„Tónleikarnir verða klukkan 14.00 á laugardeginum en þetta verða tónleikar sem enginn harmonikkuunnandi má missa af. Um kvöldið verður svo dansleikur og síðan annar á sunnudagskvöldið. Á dansleikjunum leika allar bestu danshljómsveitir félagsins,“ segir Friðjón Hallgrímsson sem sæti á í stjórn og skemmtinefnd FHUR. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is