Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 07:01

Amelía Rún heiðruð á landsmóti skáta

Bragi Björnsson skátahöfðingi veitti í síðustu viku Amelíu Rún Gunnlaugsdóttur, skáta úr Grundarfirði, bronskross Bandalags íslenskra skáta. Bronskrossinn er eitt af hetjudáðamerkjum skátanna en það er veitt skáta sem sýnt hefur hreystilega framgöngu er slys ber að garði. Amelía Rún, sem átti tólf ára afmæli daginn sem henni var veittur bronskrossinn, vann þrekvirki í vetur sem leið þegar móðir hennar missti meðvitund um miðja nótt á heimili þeirra í Grundarfirði. Viðbrögð Amelíu voru til fyrirmyndar og stilling hennar vakti athygli starfsfólks Neyðarlínunnar, en þeim og sjúkraflutningamönnum í framhaldinu veitti hún greinargóðar upplýsingar. Framganga Amelíu varð til þess að öll neyðarviðbrögð og aðstoð björgunaraðila urðu skilvirk og björguðu þannig lífi móður stúlkunnar sem nú hefur náð góðri heilsu á ný.

Amelía fékk bronskrossinn veittan fyrir þetta afrek, við athöfn á Landsmóti skáta sem fram fór við Úlfljótsvatn í liðinni viku. Bragi skátahöfðingi sagði meðal annars að leiða mætti líkur að því að skátastarfið og sú þjálfun sem Amelía hefur hlotið þar ætti einhvern þátt í því hve vasklega hún brást við í þessu erfiðu aðstæðum. Að eitt af helstu markmiðum skátastarfs sé að þroska börn og ungmenni til þess að vera ábyrgir, sjálfstæðir og hjálpsamir einstaklingar. Það má því segja að viðbrögð Amelíu hafi sýnt merki um sanna skátahugsjón. Amelía er meðal þeirra allra yngstu sem hlotið hafa hetjudáðarmerki skátanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is