Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2012 01:01

Gefandi að vera alltaf að kynnast nýju fólki

Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson reka hestaferðaþjónustuna Lýsuhóll - Snæhestar á Lýsuhóli í Staðarsveit. Kíkt var í heimsókn að Lýsuhóli nýverið og rætt við Jóhönnu um ferðaþjónustuna, matarstússið og sitthvað fleira. Jóhanna ólst upp í sveitinni fram á unglingsár, en fór þá annað til vinnu. Þau Agnar fluttu svo saman í sveitina og tóku við rekstri á Lýsuhóli árið 1993. Þá voru þau búin að vera viðloðandi ferðaþjónustuna um nokkurt skeið og höfðu notað öll frí sem gáfust til að koma og hjálpa til í sveitinni. Móðir Jóhönnu, Margrét á Lýsuhóli og Guðmundur maður hennar, hófu fyrst rekstur hestaleigu á Lýsuhóli 1982 og fljótlega upp úr því fóru þau að leigja út herbergi. Ferðaþjónustan vatt svo fljótt upp á sig og mikið hefur verið byggt og aðstaðan bætt á síðustu árum.

Síðan Jóhanna og Agnar tóku við búinu á Lýsuhóli hafa þau byggt mikið upp og hafa ekki látið kreppuna aftra sér frá því að halda þeirri uppbyggingu áfram. „Við höfum haft nóg að gera síðan við fluttum í sveitina,“ segir Jóhanna. „Höfum verið að byggja hér upp, stækka og bæta alla aðstöðuna. Fyrst var hér bændagisting og gistiaðstaðan var þá í íbúðarhúsinu, en við byrjuðum á því þegar við komum að kaupa þrjú lítil sumarhús sem við settum hér vestan í hólinn. Síðan byggðum við íbúð við húsið fyrir mömmu og Guðmund. Þá var næst hafist handa við að bæta aðstöðuna fyrir hestana og hestaleiguna."

 

Lesa má viðtal við Jóhönnu Ásgeirsdóttur á Lýsuhóli í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is