Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 11:01

Aðalgaldurinn að leyfa hlutunum að klúðrast

Í greinaflokknum handverk og list á Vesturlandi í Skessuhorni vikunnar birtist viðtal við Bjarna Þór Bjarnason listamann á Akranesi. Listaverk Bjarna þekkja ófáir Vestlendingar og sömuleiðis lesendur Skessuhorns, sem fá að njóta Skessuskops hans í hverri tölublaði. „Þetta er náttúrlega algjör lúxus; að geta unnið við það sem manni finnst skemmtilegt,“ segir Bjarni Þór um starf sitt. „Maður fær að leika sér alla daga, engin stimpilklukka.“ Hann bætir því þó jafnharðan við að starf listamannsins krefjist mikils aga, samhliða leik- og sköpunargleðinni. Án seiglu og skipulagningar náist enginn árangur. Þetta sést vel á vinnustofu hans, þar sem verk af fjölbreyttum toga spretta upp.

 

 

„Mér finnst gott að gera þetta í áhlaupum, mála margar myndir í einu,“ segir hann um vinnulagið. „Láta bara vaða á strigann. Fyrst er þetta því algjört kaos, en svo kemur alltaf eitthvað út úr fálminu. Þá er maður líka ekkert að bíða eftir því að fá andann yfir sig. Ég held að margir góni oft bara á strigann, séu hræddir við að setja eitthvað á hann, að myndin klúðrist. En það er einmitt aðaltrixið; að leyfa þessu bara að klúðrast.“

 

Lesa má skemmtilegt viðtal við Bjarna Þór Bjarnason listamann á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is