Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 12:01

Á annað hundrað Vestlendingar keppa á Unglingandsmótinu

Nú um Verslunarmannahelgina fer fram 15. Unglingalandsmót UMFÍ og aðildarfélaga þess. Mótið fer fram á Selfossi en mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn á Suðurlandi. Metþátttaka er á mótið í ár en þegar skráningu lauk formlega á sunnudaginn höfðu 1900 skráð sig til leiks. Mótshaldarar segja þó að skráning gæti aukist og gæti fjöldi þátttakenda því farið yfir 2000. Á annað hundrað keppenda frá Vesturlandi tekur þátt á unglingalandsmótinu að þessu sinni frá fimm sérsamböndum og íþróttafélögum. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns mun UMSB senda 64 keppendur til leiks, UDN 27, HSH 53 og 7 frá Umf. Skipaskaga og ÍA. Keppt verður í 14 keppnisgreinum í landsmótinu allt frá frjálsum íþróttum til motocross. Keppendur eru á aldrinum 11 til 18 ára, fæddir á árabilinu 1994-2001. Búast má við miklum straumi gesta á Selfoss vegna mótsins en unglingalandsmótið er með fjölmennustu hátíðum Verslunarmannahelgarinnar á Íslandi. Þannig er áætlað að fimmtán þúsund manns verði á Selfossi um helgina vegna mótsins.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is