Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 02:01

Leikverk um áhrif hernámsins í smíðum að Hlöðum

Þessar vikurnar er í gangi samstarf nokkurra aðila sem eru að skrifa leikþátt sem gerast á í Hvalfirði á hernámsárunum 1940 til 1944. Verkið verður frumsýnt að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd í nóvember og sýnt á jólahlaðborðum sem boðið verður upp á í Hernámssetrinu fyrir jólin. Verkið er söngleikur og fjallar um hvaða áhrif hernámið hafði á samfélagið við Hvalfjörð þar sem um eða undir þúsund manns bjuggu þegar bandamenn hernámu landið og settu upp bækistöðvar í firðinum.

 

 

„Þegar mest var voru í Hvalfirði hátt í 30 þúsund dátar og fylgdarlið. Hér voru hermenn með allt sitt hafurtask, byggingar risu, skip fylltu fjörðinn, byggð voru sjúkrahús og bíó, svo dæmi séu tekin, og ýmislegt fór að sjást sem ekki hafði þekkst áður, allt frá tómatsósu til diet sinneps. Áhrifin á þetta fámenna samfélag voru því mikil,“ segir Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli, staðarhaldari á Hlöðum. Gaui segir að leikritið sé skrifað sem spunaverk inn í leikmynd sem þegar er tilbúin. Það sé vissulega óvenjulegt þegar leikrit sé sett á svið. „Leikritið er skrifað inn í þá leikmynd sem þegar er til staðar og var byggð að hluta þegar farsins Ef væri ég gullfiskur, eftir Árna Ibsen, var sýndur í fyrravetur. Verkið er skrifað fyrir jólahlaðborðin sem við munum bjóða upp á í vetur. Hlaðborðin verður rammíslensk hjá okkur, ekki rammdönsk eins og sumstaðar hefur tíðkast. Við munum leggja áherslu á að einsetið verður á jólahlaðborðin þannig að þetta verður blanda af skemmtun og mat í góða kvöldstund. Gestir koma sér í raun fyrir inni í leikmyndinni hjá okkur og verður þetta fjörleg sýning með tónlist, söng og leik og síðan verður lifandi myndefni frá Hvalfirði frá hernámsárunum varpað á tjald ofan við leikmyndina til að undirstrika boðskapinn og söguna sem við ætlum að segja.“

 

Þá segir Gaui að undir lok sýningar á verkinu komi inn hermaður sem aldrei verður sá sami tvær sýningar í röð. „Sá hermaður verður íslenskur, frægur leikari eða persóna, aldrei sá sami. Það getur orðið Ólafur Darri á einni sýningunni og Hilmir Snær á þeirri næstu, svo dæmi séu tekin. Viðkomandi mun einungis þurfa að segja eina setningu, en fær í staðinn ljúffengan jólamat.“ Þá segir Gaui að þegar sé farið að taka niður pantanir á sýningarnar og í jólahlaðborðin á Hlöðum.

 

Sveitabrúðkaup slá í gegn

Gaui segir að vaxandi umferð sé á Hernámssetrið að Hlöðum en það var formlega opnað fyrr á þessu ári. Vinsælt hefur verið að halda ættarmót á Hlöðum og þá hafa sveitabrúðkaup slegið í gegn og farið stigfjölgandi ár frá ári. Á þessu ári verða þau a.m.k. átta talsins, en voru fjögur í fyrra. Þegar er búið að bóka fjögur sveitabrúðkaup fyrir næsta sumar. „Þetta hefur spurst vel út og gaman að brúðkaupin eru samstarfsverkefni sem margir í þjónustu njóta góðs af. Brúðkaupið fer kannski fram í kirkjunni í Saurbæ, veislan er að Hlöðum, brúðhjónin gista í brúðarsvítunni á Hótel Glymi og svo geta gestir farið í þynnkuborgara í Ferstiklu daginn eftir. Þannig er þetta lýsandi dæmi um samstarf í samkeppni,“ segir Gaui litli að endingu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is