Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. ágúst. 2012 11:01

Fimm klúbbar af Vesturlandi taka þátt í Sveitakeppni GSÍ

Helgina 10.-11. ágúst nk. fer Sveitakeppni Golfsambands Íslands fram. Sveitakeppnin er liðakeppni þar sem sveitir frá golfklúbbunum á Íslandi keppa sín í milli. Leikið er í karlaflokki og kvennaflokki. Leikfyrirkomulag er holukeppni og leika sveitirnar í karlaflokki fimm deildum sem skiptast eftir styrkleika og árangri fyrra árs, ekki ósvipað og deildaskiptingu á Íslandsmótinu í knattspyrnu er háttað. Fimm golfklúbbar á Vesturlandi taka þátt í keppninni í ár. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi mun leika í 1. deild sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru við Keflavík. Í 2. deild keppa golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík og Golfklúbbur Borgarness. Mun keppni í 2. deild fara fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Sveit golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi leikur í 3. deild en keppnin fer fram á golfvellinum á Öndverðarnesi í Grímsnesi. Loks leikur sveit golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði í 4. deild sem spiluð verður á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Tvær deildir eru í sveitakeppninni hjá konunum. Í 1. deild leikur sveit Vestarr. Leikið verður á Garðavelli á Akranesi. GL og GMS munu senda sveitir til keppni í 2. deild að þessu sinni. Leikið verður á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is