Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2012 04:01

Borgfirðingar sigursælir í hestaíþróttum

Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli í árangri Borgfirðinga í hestaíþróttum. Í síðustu viku greindum við frá Íslandsmeistaratitli Jakobs Svavars Sigurðssonar og Als frá Lundum II. Á Íslandsmóti yngri flokka í hestaíþróttum um síðustu helgi varð Svandís Lilja Stefánsdóttir, frá Skipanesi og félagi í hestamannafélaginu Dreyra, Íslandsmeistari í fimmgangi unglinga á hestinum Prins frá Skipanesi með einkunnina 6,38. Mótið var haldið á Gaddastaðaflötum og er fyrir 21 árs knapa og yngri. Þá varð Konráð Axel Gylfason, frá Sturlu - Reykjum í Reykholtsdal og félagi í hestamannafélaginu Faxa, Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglinga. Konráð keppti á hestinum Smelli frá Leysingjastöðum II en þeir hlutu í einkunn 7,04.

 

 

 

Ekkert má klikka í fimmgangi

Svandís Lilja, sem er 17 ára, sigraði eftir spennandi úrslitakeppni. „Ég átti sko ekki von á þessu,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. Ég hef aldrei keppt á þessum hesti utanhúss áður og þetta var bara í annað skipti sem ég keppi á honum, en pabbi á hestinn.“ Í keppni í fimmgangi má ekkert klikka og sagði Svandís allt hafa gengið upp hjá sér í úrslitunum. „Strákurinn sem kom hæstur inn í úrslitin endaði svo í sjötta sæti því hann náði ekki hestinum á skeið,“ sagði Svandís Lilja Stefánsdóttir, sem var önnum kafinn við vinnu sína í tamningastöðinni á Vestri-Leirárgörðum þegar talað var við hana á mánudagsmorguninn.

 

Stærsti sigurinn til þessa

„Ég átt nú ekki von á þessu og sérstaklega ekki að fá svona háa einkunn en það þykir mjög gott að fá yfir sjö,“ sagði Konráð Axel þegar Skessuhorn náði tali af honum þar sem hann var með móður sinni í hestaferð með þýska ferðamenn. Konráð, sem er 15 ára, er þrátt fyrir ungan aldur enginn nýgræðingur í hestamennsku. „Ég hef keppt á hestum síðan ég var sjö ára og unnið ýmsa titla í barna- og ungmennaflokkum en líklega er þetta stærsti titillinn til þessa. Mamma á hestinn sem ég keppti á og við höfum bæði keppt á honum áður. Við fengum hann átta vetra gamlan og þá var hann ótaminn. Ég á sennilega nokkur mót eftir þetta sumarið. Að minnsta fer ég á Faxamótið og Bikarmót Vesturlands,“ sagði Konráð en þau, Hrafnhildur Guðmundsdóttir móðir hans og Jóhannes Kristleifsson fóstri hans voru með um 20 þýska ferðamenn og voru nýbúin að ríða með þeim um Löngufjörur þegar talað var við Konráð. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is