Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2012 10:30

Asim McQueen genginn til liðs við Snæfell

Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur gert samning við nýjan erlendan leikmann fyrir næsta keppnistímabil. Nýi leikmaðurinn heitir Asim McQueen og kemur frá Bandaríkjunum. Asim lék á háskólaárum sínum vestra með Tulane háskólanum í Louisiana þar sem hann skoraði 7,7 stig að meðaltali í leik og tók 4,6 fráköst. Síðasta leiktímabil lék hann í argentísku 2. deildinni með Banda Norte. Með liði Banda Norte skoraði Asim 15,2 stig að meðaltali í leik og hirti 6,4 fráköst. Asim leikur stöðu framherja en hann er 203 sm á hæð og fæddur árið 1988.

 

 

 

Að sögn Inga Þórs Steinþórssonar þjálfara Snæfells þá á Asim eftir að styrkja Hólmara undir körfunni. „Í fyrra vantaði okkur örlítið uppá þá stöðu. Asim er stór og stæðilegur leikmaður sem lék síðustu tvö ár í Argentínu. Deildarkeppnin þar er mjög sterk en hann vill núna opna veg sinn inní evrópskan körfubolta. Kappinn er fjölhæfur á báðum endum vallarins og því verður spennandi að bjóða hann velkominn í Hólminn,“ sagði Ingi Þór. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is