Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2012 09:01

Hólmarar hæstir á grásleppuvertíð

Á fimmtudaginn lauk grásleppuvertíð við innanverðan Breiðafjörð og þar með um land allt. Þegar vika var eftir af vertíðinni voru komnar 12.000 tunnur af grásleppuhrognum á land af Íslandsmiðum. Á Vesturlandi hefur verið saltað í tæplega 3.100 tunnur af hrognum. Mestu var landað í Stykkishólmi eða 14 tonnum af hrognum sem gera 1.055 uppsaltaðar tunnur þannig að þriðjungur þess sem landað var á tíu löndunarstöðum á Vesturlandi er í Hólminum, talan getur hækkað eitthvað því Hólmarar taka ekki upp síðustu netin fyrr en nú um miðja vikuna. Í Stykkishólmi var landað 527 tonnum af grásleppu en í fyrsta sinn var skylda að koma með alla grásleppu í land. Í heildina var landað 961 tonni af grásleppu á vertíðinni. Grásleppuútgerðarmenn fengu um 50 krónur fyrir kílóið þannig að á Vesturlandi fengu þeir samanlagt rúmar 48 milljónir fyrir grásleppuna sjálfa án hrogna.

Á Akranesi komu 59 tonn af hrognum á land, sem gera 754 tunnur og 145 tonn komu af grásleppu. Þriðja hæsta löndunarhöfnin á Vesturlandi var svo Brjánslækur en þar var 61 tonni af hrognum landað sem samsvarar 522 tunnum af söltuðum hrognum. Þar komu fimm tonn af grásleppu á land. Afla á öllum löndunarstöðum á Vesturlandi þegar vika var eftir af vertíð við innanverðan Breiðafjörð má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir vertíðina í heild hafa gengið vel og tíðarfar verið mun betra en í fyrra. Hann segir ágætis verð hafa fengist fyrir hrognin í fyrstu, eða um 1.200 evrur fyrir tunnuna en síðan hefði það lækkað og að undanförnu hefðu fengist um 800 evrur fyrir hrognatunnuna. Auk þess hefur gengi evrunnar lækkað úr því að vera tæpar 170 krónur í byrjun vertíðar í um 150 krónur núna. „Menn vilja helst ekki selja á þessu verði en veiðin hjá öðrum þjóðum gefur til kynna núna að verðið gæti hækkað. Útlitið fyrir næstu vertíð er ekki of gott því Hafró vill minnka veiðina og segir stofninn ekki nógu sterkan fyrir þá sókn sem er núna. Þetta er nú ekki alveg í samræmi við reynslu sjómanna í sumar og vor,“ sagði Örn Pálsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is