Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. ágúst. 2012 02:01

Ný skip á Snæfellsnes

Nú hafa ný skip bæst í flotann eða verið færð um set á Snæfellsnesi. Sægarpur ehf. í Grundarfirði hefur fest kaup á Þórsnesi II SH-209 frá Þórsnesi ehf. í Stykkishólmi. Þórsnes II er 233 brúttótonn og er smíðað á Akureyri 1975. Aðalsteinn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Sægarps segir að þeir hafi keypt skipið fyrir mánuði síðan og ætli að nota það í beitukóngsveiðar í Breiðafirði. „Þetta er nokkuð stórt skip en hentar okkur mjög vel. Það er verið að gera það klárt fyrir veiðar en ekki er alveg ljóst hvenær þær hefjast. Væntanlega gerist það á næstu vikum,“ segir Aðalsteinn. Fyrir á fyrirtækið tvö önnur skip, Blíðu SH-277 og Garp SH- 95 en fyrirtækið ætlar að hætta útgerð á þeim skipum og notast einungis við Þórsnes II.

 

 

Í Stykkishólmi hefur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þórsnes ehf. keypt tvö skip. Það eru skipin Þórsnes SH-109 sem hét áður Marta Ágústsdóttir GK og Bíldsey SH-65, sem hét áður Kiddi Lár GK. Verið er að setja beitningavél í Þórsnes sem er 360 brúttótonn og er smíðað í Þýskalandi 1964. Á skipið að vera tilbúið til veiða nú í ágúst. Bíldsey er um 15 metra langur plastbátur og er róið frá Breiðadalsvík. Bíldsey var áður í eigu Sæfells hf. en smíðuð í Hafnarfirði 2004.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is